Vestur-afríkuríkið Síerra Leóne er meðal fátækustu ríkja í heiminum. Þar búa 7,9 milljón manns og er helmingur þjóðarinnar börn.

Í Síerra Leóne er eitt mesta kynjamisrétti í heiminum og eru stúlkur og konur útsettar fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál en árið 2019 lýsti forseti landsins yfir neyðarástandi vegna kynferðisofbeldis.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað í Síerra Leóne frá árinu 2021 með áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum. Verkefnið er unnið í 10 afskekktum samfélögum í fátækasta héraði landsins.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað í Pujehun héraði í Síerra Leóne frá árinu 2021 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Verkefni Barnaheilla miðar að því að draga úr kynbundnu- og kynferðislegu ofbeldi í og við 10 skóla í afskekktum samfélögum.

Barnaheill veita stúlkum og drengjum margvíslega fræðslu um ofbeldi, þar á meðal um réttindi sín. Foreldrar og kennarar fá þjálfun í jákvæðum uppeldisaðferðum ásamt margvíslegri annarri fræðslu. Barnaheill vinna með öllu samfélaginu að því að draga úr kynbundnu ofbeldi í skólum og rödd barnanna sjálfra skipar mikilvægan sess í þeirri vinnu.

Við vinnum að því að gera tilkynningarleiðir skýrari og aðgengilegri. Við fræðum allt samfélagið, börn og fullorðna um umskurð kvenna, barnahjónabönd og þunganir unglingsstúlkna. Barnaheill vinna að þarfagreiningu ásamt börnum, foreldrum, kennurum og samfélaginu öllu þar sem rýnt er í hvar kynbundið ójafnrétti liggur í skólakerfinu. Við vinnum náið með lögreglu, barnavernd og félagsmálayfirvöldum á svæðinu og eflum tengsl þeirra á milli. Við aðstoðum með að skerpa á viðbragðstíma þegar upp koma mál er varða ofbeldi gegn börnum.

Áskoranir barna í Síerra León

Svona getur þú hjálpað börnum í SÍerra Leóne

Hér er hægt að styðja við verkefni Barnaheilla. Hjálpumst að og verndum börn í  Líberíu og um allan heim.

Heillavinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar okkar og taka á þann hátt þátt í forvarnastarfi okkar gegn hverskyns ofbeldi á börnum.