Tótla
Tótla I. Sæmundsdóttir
framkvæmdastjóri Barnaheilla
KristínÝr
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
kynningar- og markaðsstjóri

Kristín sér um allt utanumhald á kynningar- og markaðsefni okkar og er þar með marga bolta á lofti. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði samskipta- og markaðsmála og hefur sinnt ráðgjöf í mótun og miðlun upplýsinga bæði í stjórnsýslunni og á almennum vinnumarkaði. Hún hefur einnig áratuga reynslu úr fjölmiðlum. 

Kolbrún Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
verkefnastjóri erlendra verkefna

Kolbrún hefur yfirumsjón með öllu erlendu starfi Barnaheilla. Hún er sérfræðingur á sviði alþjóðastjórnmála og þróunarmála. Kolbrún starfar náið með alþjóðasamtökum Barnaheilla og ferðast víða um heiminn í starfi sínu.

Ída (1)
Ída Björg Unnarsdóttir
sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum

Ída sér um fræðslumál hjá okkur og þá helst í tengslum við Vináttu og CSAPE. Einnig kemur hún að þróun og gerð námsefnis tengdum þessum verkefnum. Ída hefur áralanga reynslu af vinnu bæði með og fyrir börn í leik- og grunnskólum landsins.

Gréta
Gréta María Bergsdóttir
verkefnastjóri

Gréta er verkefnastjóri í Evrópuverkefninu CSAPE sem snýr að forvörnum og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Hún er auk þess sjálfbærnifulltrúi Barnaheilla. Gréta hefur víðtæka reynslu sem verkefna- og viðburðastjóri á sviði lista, menningar og skólamála. 

Tjörvi
Tjörvi Guðjónsson
fjármála- og fjáröflunarstjóri

Tjörvi sinnir skipulagi, utanumhaldi og þróun fjáraflana samtakanna. Samhliða því ber hann ábyrgð á utanumhaldi fjármála og fjárhagsstefnu ásamt auknu samstarfi og samskiptum við alþjóðasamtök Barnaheilla og önnur systursamtök erlendis. Hann býr að mikilli reynslu er snýr að rekstri, nýsköpun og uppbyggingu fyrirtækja.

Kollbrun Hrund
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála

Kolbrún hefur áralanga reynslu af jafnréttis-, kynheilbrigðis- og ofbeldismálum í skóla- og frístundastarfi, bæði hvað varðar forvarnir og viðbrögð. Hún heldur utan um málaflokkinn og sinnir bæði stefnumótun, verkefnastjórnun og fræðslu.