Við störfum í afskekktum þorpum í fátækum ríkjum.

Við störfum á átaka- og hamfarasvæðum.

Við störfum á Íslandi.

Við störfum allstaðar að velferð og réttindum barna.

Mikilvægt er að raddir barna heyrist og að þau séu meðvituð hvað þau þurfa til þess að vera heilbrigð og örugg. Við hlustum á reynslu þeirra, innsýn og hugmyndir.

Saman vinnum við hönd í hönd að því að aðlaga og skapa lausnir fyrir börn sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, nú og í framtíðinni.

Réttindi barna varða okkur öll. Hjálpumst að og verndum börn!