Lýsing
Framleiðsluferli armbandanna
Armböndin sem seld eru í Haustsöfnun Barnaheilla 2024 eru framleidd í samvinnu við Aurora foundation og gerð af handverksfólki sem starfa á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Valdís Mist Óðinsdóttir, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, hannaði armbandið. Hún heimsótti markaðinn á Lumley Beach og varði þar dágóðum tíma á meðan hún hannaði armbandið.
Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.
Þetta er þriðja árið í röð sem Barnaheill selja umhverfisvæn armbönd unnin af handverksfólki í Síerra Leóne. Þetta árið voru framleidd 10.000 armbönd. Það tók framleiðsluferlið um einn mánuð og fékk handverksfólk laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína.