,,Ég er að horfa á son minn deyja og get ekkert gert“
Börn og fjölskyldur þeirra á Gaza eiga von á að upplifa mikla hungursneyð á næstu vikum samkvæmt nýjum gögnum frá Integrated Food Security Phase Classification. Þar kemur fram að 1,1 milljónir manns á Gaza, eða að minnsta kosti helmingur íbúa, standa frammi fyrir hörmulegu fæðuóöryggi. Sameinuðu þjóðirnar hafa jafnframt sagt frá því að eitt af hverjum þremur börnum undir tveggja ára í norður-Gaza þjást af bráðri vannæringu, en hlutfallið hefur tvöfaldast síðan í janúar.
Ísraelsher hefur heft aðgengi flutningabíla inn á svæðið en daglegur fjöldi flutningabíla sem fara með vatn, mat og lyf til Gaza hefur fækkað um meira en þriðjung síðan í janúar. Börn og fjölskyldur þeirra eru því neydd til að lifa af á hveiti, heyi og dýrafóðri. Tíðni barnadauða hefur nú þegar farið vaxandi og mun ná nýjum hæðum ef ekki er brugðist tafarlaust við með vopnahléi og óheftum aðgangi að mannúðaraðstoð.
,,Sonur minn er með óreglulega öndun vegna sýkingar í öndunarvegi. Þessi þrautaganga hófst fyrir tveimur mánuðum þegar hann neyddist til að flytja í tjald í Rafah. Vegna erfiðara lífsskilyrða í tjaldinu og skorts á heilbrigðisþjónustu hefur hann versnað gríðarlega. Nú hefur hann verið lagður inn á gjörgæsludeild. Ég er að horfa á son minn deyja og get ekkert gert,” segir Miriam, móðir drengs í Rafah.
Börn eru fyrstu fórnalömb hungursneyðar og eru nú þegar að deyja vegna vannæringar á Gaza. Xavier Joubert, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Palestínu, kallar eftir tafarlausu vopnahléi.
,,Við verðum að bregðast við strax þegar það er lýst yfir hungursneyð. Það gæti nú þegar verið of seint fyrir mörg börn á Gaza. Hver mínúta skiptir máli. Ísraelsk yfirvöld og alþjóðasamfélagið verða að koma á tafarlausu vopnahléi svo að mannúðaraðstoð getur komið inn í landið óheft. Flutningabílar bíða í röðum hinum megin við landamærin eftir því að vera hleypt inn í landið. Þetta er enn eitt dauðastríðið fyrir börn á Gaza og við verðum að bregðast við, ” segir Joubert.