Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bregst börnum á Gaza

,,Fullorðnir eiga að vernda börn, ekki bregðast þeim,”

segir Jason Leed, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Palestínu eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza í gær, þriðjudaginn 20. febrúar.

Ákall um vopnahlé kom eftir að ríkisstjórn Ísraels lýsti því yfir að Rafa væri þeirra næsta skotmark en Ísraelsstjórn hefur hvatt fólk til að flýja þangað undanfarnar vikur á fölskum forsendum um að þar væri öruggt. Meira en 1,3 milljónir manna búa í flóttamannabúðum í Rafa, þar af 600.000 börn sem nú hafa engan stað til að flýja á.

,,Við erum skelfingu lostin að heyra að alþjóðasamfélagið hafi brugðist börnum enn á ný. Eftir fjögurra mánaða linnulaust ofbeldi erum við uppiskroppa með orð til að lýsa því sem börn og fjölskyldur þeirra á Gaza eru að upplifa. Alls hafa 12.400 börn verið drepin á síðustu mánuðum og 70.000 börn hafa særst. Við munum sjá svörtustu tölur dauðsfalla nú þegar Rafa er næsta skotmark ,” heldur Jason Leed áfram.

Barnaheill – Save the Children eru á vettvangi á Gaza og vinna dag og nótt að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra á svæðinu. Barnaheill – Save the Children hafa sett 6.6 milljónir bandaríkjadali í mannúðaraðstoð á Gaza síðan í október, 1,5 milljónir bandaríkjadali til mannúðaraðstoðar í Líbanon vegna átakana á Gaza og 800.000 bandaríkjadali til Egyptalands.

Þú getur stutt við neyðarsöfnun Barnaheilla hér.