Barnaheill kolefnisjafna og planta trjám
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sett sér sjálfbærni stefnu og þar með ákveðið að lágmarka neikvæð áhrif af starfsemi samtakanna á umhverfið. Ekki síst vilja samtökin setja baráttuna gegn loftslagsbreytingum í forgang. Umhverfis- og loftslagsvá ógna mannréttindum barna, rétti þeirra til lífs, menntunar og verndar. Öll starfsemi fólks og umsvif á jörðinni hafa einhver neikvæð áhrif á umhverfi. Ekki síst bruni á jarðefnaeldsneyti sem veldur gróðurhúsaáhrifum og þar með loftslagsbreytingum.
Barnaheill vilja kolefnisjafna starfsemi sína til að minnka þau áhrif sem starfsemi samtakanna hafa á loftslagið. Einn liður í því er að planta trjám. Samtökin hafa fengið úthlutað reit í landi Skálholts í Bláskógabyggð.
Þann 25. ágúst var reiturinn vígður og byrjað að gróðursetja. Barnaheill er fyrsti hópurinn sem plantar á svæðinu sem ætlað er félögum í almannaþágu og starfa í þriðja geiranum. Það er á svæði við Skólaveg þar sem fyrir eru reitir Grænna safnaða og Skírnarskógur.
Við ferlið var reynt að hafa sjálfbærni að leiðarljósi; eingöngu voru notuð fjölnota áhöld og verkfæri, sem fengið voru að láni og gætt var endurnýtingu og endurvinnslu. Stundin var gleðileg samvera starfsfólks og fjölskyldna þeirra.
Sjálfbærni var því rauði þráðurinn; hugað að umhverfi, efnahagslegum þáttum og félagslegri velferð