Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu?

Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum.

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Ábendingarblað – Útbúðu öryggisáætlun fyrir fjölskylduna

Þessar viðmiðunarreglur geta aðstoðað þig við að gera umhverfi þitt betur í stakk búið til að vernda þig og fjölskyldu þína frá kynferðisofbeldi. Með því að skilja hvaða aðstæður eru áhættasamar fyrir börn að lenda í kynferðisofbeldi getur þú minnkað áhættuna.

Við getum útbúið net saman, af umhverfisöryggi með upplýsingum og stuðningi til að vernda börn frá því að verða fyrir kynferðisofbeldi.

Fræddu alla fjölskylduna

  • Vertu viss um að allir í fjölskyldunni vita hvað heilbrigður kynferðislegur þroski barna er og hvaða hegðun gæti verið áhyggjuefni.
  • Lærðu að þekkja hættumerkin um að barn sé beitt kynferðisofbeldi eða að fullorðinn, unglingur eða barn sé að snerta barn á kynferðislegan hátt. Sum ofbeldishegðun inniheldur ekki snertingu, t.d. það að sýna barni klámefni er ofbeldi þó að barnið sé ekki snert.
  • Kenndu barninu rétt nöfn á einkastöðum sínum og hvað á að gera ef einhver reynir að snerta það kynferðislega.
  • Vertu viss um að ung börn viti að enginn hefur leyfi til að snerta einkastaðina (nema í læknisfræðilegu samhengi) og að þau ættu ekki að snerta einkastaði annarra.

Byrjaðu að tala við fjölskylduna um kynferðisofbeldi

  • Fullorðnir þurfa að hefja opna umræðu um hvaða er heilbrigð kynferðisleg hegðun og hvaða hegðun er kynferðisofbeldi.
  • Talaðu oftar en einu sinni við alla fjölskylduna – börn, unglinga og fullorðna um viðeigandi og óviðeigandi kynferðislega hegðun til að ganga úr skugga um að þau skilji og muni upplýsingarnar.
  • Láttu alla í fjölskyldunni vita að þeir geti spurt spurninga þegar á umræðunni stendur, eða talað meira um upplýsingarnar seinna í einrúmi.

Settu skýrar fjölskyldureglur um mörk

  • Settu skýrar leiðbeiningar um persónuleg mörk og hegðun. Ræddu það við alla fjölskylduna og sýndu það í verki.
  • Ræddu leiðbeiningarnar við alla aðra fullorðna sem eyða tíma með eða passa börnin (t.d. ef barnið vill ekki knús eða kossa þegar aðilar heilsast, þá er æskilegra að heilsast með handabandi).
  • Láttu barnið vita að ef þeim líður illa í kringum ákveðna aðila, þá munt þú eða annar fullorðinn láta hinn sama vita (t.d. segja þeim að þú viljir ekki að barnið þitt sitji í fanginu þeirra).
  • Þegar barn þroskast, þarf mögulega að breyta upplýsingum um mörk (t.d. að banka á herbergishurðina hjá unglingi).

Fáðu aðra fullorðna sem þú treystir í lið með þér

  • Fáðu hvern fjölskyldumeðlim til að velja sér trúnaðarvin ef hann þarf að ræða eitthvað sem hann hefur áhyggjur af. Vertu viss um að enginn í fjölskyldunni sé skilinn útundan. Rannsóknir sýna, að það að hafa einhvern til að tala við spilar stóran þátt í því hversu vel barn mun ná sér eftir að hafa lent í stressandi aðstæðum. Það er áríðandi fyrir barn eða unglinga að hafa einhvern öruggan, ábyrgan og stöðugan fullorðinn aðila til að leita til.
  • Ef eitthvað lítur út fyrir að vera „of gott til að vera satt“ spurðu fleiri spurninga. Það getur því miður mögulega gerst, að náinn vinur eða ættingi er ekki traustsins verður og þú átt ekki að treysta neinum skilyrðislaust fyrir barninu þínu.

Þekktu úrræðin í þínu samfélagi og hvernig hægt er að nýta sér þau

  • Lærðu um úrræðin í þínu samfélagi. Þekktu hvern á að hafa samband við til að tilkynna ef þú veist eða þig grunar kynferðisofbeldi á barni.
  • Settu saman lista af úrræðum með símanúmeri sem þú getur haft samband við til að leita eftir ráðum, upplýsingum eða aðstoð.

Sýndu umhyggju og veittu aðstoð

  • Ef þú hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun foreldra, frændsystkina, systkina eða annarra fjölskyldumeðlima, sýndu hugrekki og ræddu við þau. Kynntu þér þær bækur og lesefni sem geta hjálpað þér.
  • Vertu viss um að allir viti að þeir geti talað við þig um alla óæskilega hegðun sem hefur gerst, að þér þyki vænt um þá og viljir aðstoða þá til að fá hjálp.

Deildu með öðrum, það sem þú veist um forvarnir og hvar hægt er að leita sér hjálpar.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is