Líbería er lítið land staðsett á vesturströnd Afríku og eru íbúar þess 5,3 milljónir. Líbería er eitt fátækasta ríki í heiminum þar sem aðeins lítill hluti íbúa landsins hafa aðgengi að hreinu vatni.

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt vandamál í Líberíu. 89% allra tilkynntra kynferðisbrotamála í landinu varða börn. Réttarkerfið í Líberíu er þó gífurlega brotið en aðeins  6% tilkynntra brota eru kærð og aðeins 2% mála enda með því að gerandi sé dæmdur sekur.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað í Líberíu frá árinu 2022 með árherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum, sér í lagi vernd gegn kynbundnu og kynferðisofbeldi. Verkefnið er unnið í þremur sýslum landsins, í afskekktum samfélögum þar sem mikil þörf er fyrir fræðslu um réttindi barna.

Barnaheill í Líberíu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað í  Líberíu frá árinu 2022 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Verkefni Barnaheilla miðar að því að tryggja öryggi barna á skólaaldri og vernda þau gegn ofbeldi, sér í lagi kynbundnu og kynferðis ofbeldi. Unnið er að því að fræða foreldra, kennara, skólastjórnendur, héraðshöfðingja og aðra sem umgangast börn um réttindi barna. Unnið er náið með héraðsyfirvöldum, en einnig vinna Barnaheill náið með menntamálaráðuneytinu að koma á verklagsreglum í skólum er varðar viðbrögð og forvarnir gegn ofbeldi.

Áskoranir barna í Líberíu

Svona getur þú hjálpað börnum í Líberíu

Hér er hægt að styðja við verkefni Barnaheilla. Hjálpumst að og verndum börn í  Líberíu og um allan heim.

Heillavinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar okkar og taka á þann hátt þátt í forvarnastarfi okkar gegn hverskyns ofbeldi á börnum.