Barnaheill – Save the Children á Íslandi veita fjárframlög í viðbragðssjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children á hverju ári. Viðbragðssjóðurinn gerir alþjóðasamtökunum kleift að geta brugðist hratt við þegar upp kemur neyð í heiminum, t.a.m. vegna náttúruhamfara eða átaka.
Í dag er gríðarleg þörf á mannúðaraðstoð vegna átaka í botni miðjarðarhafs, í Úkraínu, Súdan, Kongó og fleiri löndum, en einnig hafa náttúruhamfarir valdið gífurlegu tjóni víðsvegar um heim. Árið 2023 hljóp neyðaraðstoð Barnaheilla úr viðbragðssjóðnum á 20 milljörðum og nutu 26 milljónir manna aðstoðarinnar.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa meðal ananrs sent eyrnarmerkt fjármagn til Viðbragðssjóðsins til átakana á Gaza og til Úkraínu.
Aðstoð Barnaheilla á Gaza
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað í Líberíu frá árinu 2022 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Verkefni Barnaheilla miðar að því að tryggja öryggi barna á skólaaldri og vernda þau gegn ofbeldi, sér í lagi kynbundnu og kynferðis ofbeldi. Unnið er að því að fræða foreldra, kennara, skólastjórnendur, héraðshöfðingja og aðra sem umgangast börn um réttindi barna. Unnið er náið með héraðsyfirvöldum, en einnig vinna Barnaheill náið með menntamálaráðuneytinu að koma á verklagsreglum í skólum er varðar viðbrögð og forvarnir gegn ofbeldi.
Aðstoð Barnaheilla í Úkraínu
Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa starfað í Úkraínu síðan 2014 og hafa veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Barnaheill á Íslandi hafa stutt starfið í gegnum Viðbragðssjóðinn síðan átökin stigmögnuðust í febrúar 2023. Með nánu og góðu samstarfi við önnur mannúðarsamtök leggja Barnaheill fram tjöld, mat, eldsneyti, beinann fjárstuðning, barnavörur og sálræna aðstoð fyrir fjölskyldur á flótta. Ein af lykilstoðum í framlagi samtakanna er að stuðla að áframhaldandi námi fyrir úkraínsk börn. Neyðaraðstoð Barnaheilla til Úkraínu felst einnig í því að styðja við nágrannaríki Úkraínu í móttöku flóttabarna.
Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi við mæðraathavrf á landamærastöðinni Isaccea sem liggur við Úkraínu. Þar hafa milljónir flóttafólks farið í gegn síðan í febrúar 2023 eftir að átökin stigmögnuðust.
Artem, Nadia og börnin þeirra Sasha 7 ára, Dmytrus 6 ára og Yuriy 3 ára flúðu frá Úkraínu til Rúmeníu. Þau biðu 15 klukkutíma á landamærunum til þess að komast yfir. Þegar komið var til Rúmeníu komu þau á mótttökustöð Barnaheilla – Save the Children þar sem þau dvöldu um hríð. Þar fengu þau hlýjan fatnað, mat og aðra aðstoð frá samtökunum. Börnin heimsóttu barnvænt svæði Barnaheilla daglega og nutu sín í leik.
Hér er hægt að styðja við verkefni Barnaheilla. Hjálpumst að og verndum börn í um allan heim.
Heillavinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar okkar og taka á þann hátt þátt í forvarnastarfi okkar gegn hverskyns ofbeldi á börnum.