Lýsing
Þetta er í fjórtánda sinn sem fjáröflunin fer fram en hefð hefur verið fyrir því að selja ljós í formi lyklakippu. Í ár bregða Barnaheill út af vananum og selja lyklakippur sem handgerðar eru af listafólki í Síerra Leóne. Lyklakippurnar voru hannaðar af Hönnuh Samura, listakonu sem starfar á Lumley Beach art craft market í Freertown höfuðborg Sierra Leóne. Hún ásamt 17 öðrum handgerðu lyklakippurnar og tók framleiðslan um 4 mánuði. Þau fengu laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína.
Með kaupum á lyklakippunni er því ekki eingöngu stutt við forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum heldur einnig er verið að valdefla og styðja við einstaklinga sem búa við kröpp kjör og þeim gefinn kostur á öruggara lífi.

Frá vinstri: Jenneh Momoh, Baindu Amara, Jurna Lahai (male, behind), Adama Lahai, Hannah Samura, Isatu Mansaray, Massah Dukalay