Lýsing
Lyklakippurnar eru hannaðar og framleiddar af handverksfólki í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Átján einstaklingar handgerðu lyklakippurnar og tók framleiðslan um 4 mánuði. Þau fengu laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.
Með kaupum á lyklakippunni er því ekki eingöngu stutt við vernd gegn ofbeldi á börnum heldur einnig er verið að valdefla og styðja við einstaklinga sem búa við kröpp kjör og þeim gefinn kostur á öruggara lífi.
Hafðu áhrif á líf barna. Þinn stuðningur skiptir máli.
Allar lyklakippur seldar í vefverslun verða sendar til kaupenda þriðjudaginn 7. maí.