Börn á átakasvæðum búa við erfiðar aðstæður þar sem grunnþörfum þeirra um næringu er ekki mætt. Næringarrík fæða er mikilvæg fyrir börn sem eru að vaxa. Þessi gjöf verndar börn á Gaza gegn hungri og vannæringu en þar er matur er af skornum skammti vegna átaka. Matarpakkinn er því dýrmæt gjöf sem veitir börnum fæðuöryggi á erfiðum tímum.
Barnaheill – Save the Children hafa starfað með palestínskum frá árinu 1953. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á svæðinu og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á Gaza muni njóta góðs að gjöfinni.