![Tótla Tótla](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Totla-scaled-e1724067695326-qsu5poomsgbydk01hkkn4tnti0j8rnpm39ya36rloo.jpg)
Tótla I. Sæmundsdóttir
framkvæmdastjóri Barnaheilla
![KristínÝr KristínÝr](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/KristinYr-scaled-e1724067419825-qsu5ih96e6gtd6gvkgfm0n4ljo1xr73p3lw9mtg9e0.jpg)
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
kynningar- og markaðsstjóri
Kristín sér um allt utanumhald á kynningar- og markaðsefni okkar og er þar með marga bolta á lofti. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði samskipta- og markaðsmála og hefur sinnt ráðgjöf í mótun og miðlun upplýsinga bæði í stjórnsýslunni og á almennum vinnumarkaði. Hún hefur einnig áratuga reynslu úr fjölmiðlum.
![Kolbrún Pálsdóttir Kolbrún Pálsdóttir](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Kolbrun-Palsdottir-scaled-e1724067968401-qsu5wtakm838f3nav5hsjiwno7eg510c2k1u3q74i0.jpg)
Kolbrún Pálsdóttir
verkefnastjóri erlendra verkefna
Kolbrún hefur yfirumsjón með öllu erlendu starfi Barnaheilla. Hún er sérfræðingur á sviði alþjóðastjórnmála og þróunarmála. Kolbrún starfar náið með alþjóðasamtökum Barnaheilla og ferðast víða um heiminn í starfi sínu.
![Ída (1) Ída (1)](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Ida-1-scaled-e1724929033828-qtbif92h9aup9cng7t61mnrnpobpd3qasaljfh9gg8.jpg)
Ída Björg Unnarsdóttir
sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum
Ída sér um fræðslumál hjá okkur og þá helst í tengslum við Vináttu og CSAPE. Einnig kemur hún að þróun og gerð námsefnis tengdum þessum verkefnum. Ída hefur áralanga reynslu af vinnu bæði með og fyrir börn í leik- og grunnskólum landsins.
![Gréta Gréta](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Greta-scaled-e1724928693909-qtbi6dhcpmp7lxjo1z0w2wexqo2wo0hk8csg9efb7s.jpg)
Gréta María Bergsdóttir
verkefnastjóri
Gréta er verkefnastjóri í Evrópuverkefninu CSAPE sem snýr að forvörnum og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Hún er auk þess sjálfbærnifulltrúi Barnaheilla. Gréta hefur víðtæka reynslu sem verkefna- og viðburðastjóri á sviði lista, menningar og skólamála.
![Tjörvi Tjörvi](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Tjorvi-scaled-e1724928888409-qtbibgrvqbo4hw5fbo95345tkszhczp7xk04ucvjig.jpg)
Tjörvi Guðjónsson
fjármála- og fjáröflunarstjóri
Tjörvi sinnir skipulagi, utanumhaldi og þróun fjáraflana samtakanna. Samhliða því ber hann ábyrgð á utanumhaldi fjármála og fjárhagsstefnu ásamt auknu samstarfi og samskiptum við alþjóðasamtök Barnaheilla og önnur systursamtök erlendis. Hann býr að mikilli reynslu er snýr að rekstri, nýsköpun og uppbyggingu fyrirtækja.
![Kollbrun Hrund Kollbrun Hrund](https://bh.webpro.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/Kollbrun-Hrund-scaled-e1724928786768-qtbi8swcd80vlo0ovit70scszi41jv4lkdglw4tp54.jpg)
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála
Kolbrún hefur áralanga reynslu af jafnréttis-, kynheilbrigðis- og ofbeldismálum í skóla- og frístundastarfi, bæði hvað varðar forvarnir og viðbrögð. Hún heldur utan um málaflokkinn og sinnir bæði stefnumótun, verkefnastjórnun og fræðslu.