Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, 1. – 4. bekk grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki sem og námskeiðum fyrir starfsfólk. Vinátta þjálfar félagsfærni og samskipti og stuðlar að góðum skólabrag.
Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.
Um er að ræða þrenns konar Vináttuefni. Þú getur pantað efni hér:
Mikil ánægja er með Vináttu hjá þeim sem eru að vinna með efnið sem hefur breiðst hratt út hér á landi. Árið 2021 var það notað í 65% íslenskra leikskóla og 25% grunnskóla. Rannsóknir í Danmörku hafa leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun Vináttu og þau börn sem eru í skólum þar sem unnið er með efnið sýna meiri samhygð, umhyggju og hjálpsemi gagnvart hvert öðru.
Auk Íslands og Danmörku er námsefnið einnig í notkun í Eistlandi, Færeyjum, Rúmeníu og á Grænlandi.
Þeir skólar sem vilja nota efnið þurfa að senda kennara á námskeið og fá þar með leyfi til að nota það. Námskeiðin eru haldin reglulega í húsakynnum Barnaheilla að Fákafeni 9 í Reykjavík. Einnig gefst kostur á að halda námskeið í skólum sé eftir því óskað.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttu.
Vináttu myndbönd
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt verkefnið:
Menntamálaráðuneytið
Þróunarsjóður námsgagna
Félagsmálaráðuneytið
Velferðarsjóður barna
Menntamálastofnun
Lýðheilsusjóður
Landsvirkjun
Rio Tinto Alcan
Barnakórar Jóhönnu Halldórsdóttir – Syngjum saman, stöndum saman
Frjáls framlög hafa einnig borist frá fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakkar stuðninginn.